„Fundurinn er þannig upp byggður í dag að það eru engar samningaviðræður. Þetta eru bara erindi og kynningar á vísindaráðgjöf og rannsóknum,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, í samtali við mbl.is en fundur fulltrúa strandríkjanna við Norðaustur-Atlantshafið um mögulega lausn deilunnar hófst í London í dag og stendur fram á föstudag.
Spurður hvort formlega samningaviðræður hefjist þá á morgun segir Sigurgeir að samkvæmt dagskrá fundarins sé gert ráð fyrir því. „En svo veit ég ekki hvað gerist. Það verða sömuleiðis einhverjar þreifingar á bak við tjöldin og dagskráin rótast ábyggilega eitthvað til eftir því hvernig menn meta stöðuna. Það er Evrópusambandið sem stýrir þessum fundi.“
Spurður hvort allt sé opið í stöðunni Sigurgeir svo vera. „Það er allt opið í málinu. Það er ekkert í höfn fyrr en allt er neglt.“