„Það er allt opið í málinu“

mbl.is/Hjörtur

„Fund­ur­inn er þannig upp byggður í dag að það eru eng­ar samn­ingaviðræður. Þetta eru bara er­indi og kynn­ing­ar á vís­indaráðgjöf og rann­sókn­um,“ seg­ir Sig­ur­geir Þor­geirs­son, aðal­samn­ingamaður Íslands í mak­ríl­deil­unni, í sam­tali við mbl.is en fund­ur full­trúa strand­ríkj­anna við Norðaust­ur-Atlants­hafið um mögu­lega lausn deil­unn­ar hófst í London í dag og stend­ur fram á föstu­dag.

Spurður hvort form­lega samn­ingaviðræður hefj­ist þá á morg­un seg­ir Sig­ur­geir að sam­kvæmt dag­skrá fund­ar­ins sé gert ráð fyr­ir því. „En svo veit ég ekki hvað ger­ist. Það verða sömu­leiðis ein­hverj­ar þreif­ing­ar á bak við tjöld­in og dag­skrá­in rót­ast ábyggi­lega eitt­hvað til eft­ir því hvernig menn meta stöðuna. Það er Evr­ópu­sam­bandið sem stýr­ir þess­um fundi.“

Spurður hvort allt sé opið í stöðunni Sig­ur­geir svo vera. „Það er allt opið í mál­inu. Það er ekk­ert í höfn fyrr en allt er neglt.“

Sigurgeir Þorgeirsson.
Sig­ur­geir Þor­geirs­son. mbl.is
mbl.is