Makrílsamningar ólíklegir

Ólík­legt er að samn­ing­ar ná­ist í mak­ríl­deil­unni í viðræðum strand­ríkj­anna við Norðaust­ur-Atlants­hafið sem nú standa yfir í London. Þetta kom fram í ávarpi Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, á aðal­fundi Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna (LÍÚ) sem sett­ur var í dag á Nordica Hilt­on í Reykja­vík.

„Við höf­um sætt því að vera hótað alls kyns viðskipta­hindr­un­um ef við ekki göng­um í takt við risa­veldið Evr­ópu­sam­bandið. Við höf­um staðist all­ar þær sókn­ir. Við höf­um hins veg­ar verið til­bú­in til þess að setj­ast niður til viðræðna og haft frum­kvæði að viðræðum á síðustu mánuðum og vik­um en sagt að það ger­um við þrátt fyr­ir hót­an­ir. Ekki vegna þeirra. Og sú samn­ingalota sem er í gangi núna í London og lýk­ur á morg­un mun vænt­an­lega ekki skila þeim ár­angri sem að menn höfðu vænst. Við mun­um áfram berj­ast fyr­ir okk­ar hags­mun­um. Við gef­um ekk­ert eft­ir þar,“ sagði Sig­urður.

Hins veg­ar væru samn­ing­ar sam­eig­in­legt mark­mið allra sem að deil­unni kæmu. Hann benti á að ís­lensk stjórn­völd hefðu lagt sitt að mörk­um til þess að reyna að ná samn­ing­um og meðal ann­ars haft frum­kvæði að fund­um í deil­unni á und­an­förn­um mánuðum. Það hefðu þau gert þrátt fyr­ir hót­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins um viðskiptaþving­an­ir en ekki vegna þeirra. „Það er okk­ur gríðarlega mik­il­vægt að við náum samn­ing­um um þenn­an stofn þannig að við get­um nýtt hann með sama skyn­sam­lega hætti og aðra stofna. Að því verður unnið áfram þrátt fyr­ir að ólík­legt sé að það fá­ist niðurstaða í þess­ari lotu á morg­un.“

Samn­inga­leiðin far­in í sjáv­ar­út­vegi

Ráðherr­ann ræddi enn­frem­ur á fund­in­um um mik­il­vægi þess að breyta umræðunni um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg sem hefði yf­ir­leitt verið mjög nei­kvæður og leiðin til þess væri að upp­lýsa al­menn­ing bet­ur um hann og hvað hann gengi út á. Sömu­leiðis ræddi hann um þá leið sem ný rík­is­stjórn ætlaði að fara varðandi framtíð sjáv­ar­út­veg­ar­ins sem yrði byggð á til­lög­um sátta­nefnd­ar­inn­ar frá 2010. Svo­kallaðri samn­inga­leið sem gerði ráð fyr­ir að út­gerðaraðilar fengju út­hlutað veiðiheim­ild­ir til langs tíma, 20-25 ár hugs­an­lega með fram­leng­ing­ar­á­kvæði, til þess að tryggja nauðsyn­leg­an stöðug­leika í grein­inni og svig­rúm til fjár­fest­inga.

Hins veg­ar um leið yrði tryggt að þjóðin væri skráður eig­andi auðlind­ar­inn­ar í haf­inu í kring­um landið og fengi af henni eðli­leg­an arð í gegn­um veiðigjöld. En út­færsla þeirra yrði að vera sann­gjörn fyr­ir báða aðila.

Skap­ar sam­fé­lag­inu öllu betri kjör

Ad­olf Guðmunds­son, formaður LÍÚ, kom inn á hliðstæð atriði og Sig­urður Ingi í ræðu sinni. Meðal ann­ars nei­kvæða umræðu um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg hér á landi. Sagði hann það skjóta skökku við að góð af­koma margra af stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins fværi slegið upp sem nei­kvæðum frétt­um í fjöl­miðlum og umræðunni í land­inu. Það gæti ekki verið annað en gleðiefni að fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi eins og í öðrum grein­um gengi vel. „Það skap­ar ekki ein­göngu eig­end­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og starfs­fólki betri kjör held­ur sam­fé­lag­inu öllu.“

Hann kom einnig inn á mak­ríl­deil­una og sagði að LÍÚ hefði frá upp­hafi lagt áherslu á að samn­ing­ar næðust um mak­ríl­veiðarn­ar. „Við hljót­um að halda kröf­unni um sann­gjarn­an hlut úr stofn­in­um til streitu en ljóst má vera að ef að loka á samn­ing­um verða all­ir aðilar að gefa eitt­hvað eft­ir af sín­um ýtr­ustu kröf­um. LÍÚ stend­ur því þétt að baki stjórn­völd­um í viðleitni sinni til að semja við ná­grannaþjóðir okk­ar um veiðar á mak­ríl.“

mbl.is