Vilja meiri kvóta en Íslendingar

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. Ljósmynd/Ragnhildur Kolka

Fær­eysk stjórn­völd eru ekki reiðubú­in að samþykkja sam­komu­lag í mak­ríl­deil­unni sem fel­ur í sér að Íslend­ing­ar fái jafn stóra hlut­deild í ár­leg­um mak­ríl­kvóta og Fær­ey­ing­ar. Þetta er haft eft­ir Jakob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, á fær­eyska frétta­vefn­um Portal.fo í gær.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins lagði í síðustu viku fram til­lögu fyr­ir ráðherr­aráð sam­bands­ins um að Íslend­ing­ar fengju 11,9% og Fær­ey­ing­ar 12%. Fær­ey­ing­ar hafa þegar lýst því yfir að þeir hafi ekki í hyggju að hvika frá fyrri kröfu sinni um 15%. Verði hins veg­ar ekki um gagn­kvæm­ar veiðar að ræða í lög­sög­um strand­ríkj­anna við Norðaust­ur-Atlants­haf, sem funda nú í London um lausn mak­ríl­deil­unn­ar, vilji þeir 23%. Bú­ist er við því að til­laga fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar verði lögð fram á fund­in­um í London.

Fram kem­ur í frétt­inni að Vesterga­ard hafi rætt við Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, sím­leiðis um stöðu mak­ríl­deil­unn­ar síðastliðinn mánu­dag. Sam­komu­lag væri í aug­sýn en því yrði ekki landað í þess­ari viku. Fær­ey­ing­ar myndu hins veg­ar ekki semja hvað sem það kostaði.

mbl.is