Færeyingar eigi meiri rétt en Íslendingar

AFP

Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóri sam­taka norskra út­gerðarmanna, seg­ir að Fær­ey­ing­ar eigi meiri rétt til mak­ríl­kvóta en Íslend­ing­ar. Frá þessu grein­ir fær­eyski frétta­vef­ur­inn Portal og vís­ar í um­fjöll­un norska sjáv­ar­út­vegs­blaðsins Fiskar­en.

Þar seg­ir Maråk að staða Fær­ey­inga í mál­inu sé sterk­ari held­ur en Íslend­inga. Miðað við göng­ur mak­ríls­ins eigi Íslend­ing­ar í mesta lagi kröfu upp á 4-5% kvót­ans.

Maråk er hluti af norsku samn­inga­nefnd­inni sem tók þátt í mak­rílviðræðunum í sem fram fóru í Lund­ún­um í vik­unni. 

Hann seg­ir að Fær­ey­ing­ar og Íslend­ing­ar veiði nú yfir helm­ings kvót­ans.

mbl.is