Kynna samkomulag um innanlandsflug

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin, borgarstjórn og Icelandair Group munu í dag kynna samkomulag sem náðst hefur um framtíð innanlandsflugs.

Boðað er til blaðamannafundar síðdegis í dag þar sem, samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um innanlandsflug á Íslandi verður kynnt.

Á fundinum munu forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóri, formaður borgarráðs og forstjóri Icelandair Group undirrita og kynna samkomulag vegna innanlandsflugs, segir í tilkynningu.

mbl.is