Það vekur ósjaldan mikla furðu þeirra erlendu gesta sem hingað koma hversu gríðarlega öflugt íslenskt tónlistarlíf er. Þessa dagana stendur yfir stærsti viðburður ársins í þeim efnum, Iceland Airwaves. Í tilefni þess streyma hingað til lands erlendir gestir og segir sagan að útlensk kreditkortavelta hafi aukist um heilan milljarð meðan hátíðin stóð yfir í fyrra.
Monitor á ekki milljarð en vildi þó leggja sitt af mörkum við hátíðina. Síðustu daga hafa nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn mætt í Símaklefa Monitor og tekið lagið fyrir framan myndavélar. Um var að ræða svokallað „Live lounge“ þar sem flest böndin tóku eitt af sínum eigin lögum og eitt cover lag. Hljómsveitirnar koma úr ólíkum áttum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Næstu daga munu upptökur af þessu spileríi streyma inn á vef Monitor og eru allir tónlistarunnendur því hvattir til þess að fylgjast vel með.
Hér að ofan gefur að líta fyrstu heimsóknina í Símaklefann, en það er látúnsbarkinn Snorri Helgason sem gleður hlustendur í þetta skiptið með laginu „Don't You Pay Them No Mind“ sem Nina Simone gerði frægt á sínum tíma.
Öll upptaka fór fram í stúdíói Hljóðverks á Tunguhálsi, en þess má geta að Símaklefinn er örstutt frá Monitorstöðum og andar því hlýjum Airwaves straumum þar á milli.