Milli tvö og þrjú hundruð manns eru nú í biðröð við miðasöluna í Hörpu eftir miðum á tónleika Ólafs Arnalds og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Iceland Airwaves. Uppselt er á hátíðina sem hófst í gær.
Á þessum tónleikum munu leiðir Ólafs Arnalds og Sinfóníuhljómsveitar Íslands liggja saman í fyrsta sinn en eins og áður sagði verða tónleikarnir haldnir í Hörpu í kvöld.