Myndir: Fyrsta kvöld Airwaves

Einn af árlegum hápunktum íslensks tónlistarlífs fer nú fram, en Iceland Airwaves hátíðin hófst í gærkvöldi. Í tilefni þess fjallaði Monitor um hátíðina frá ýmsum hliðum í sínu nýjasta tölublaði og hefur einnig boðið hinum ýmsu sveitum til sín í Símaklefann. 

Ýmsir listamenn tróðu upp á hátíðinni í gær, en meðal þeirra má nefna Emiliönu Torrini, Retro Stefson, Sóley, Grísalappalísu og Agent Fresco. Ljósmyndari Monitor mætti á svæðið og smellti nokkrum myndum sem lesendur geta skoðað hér að ofan. Fleiri slíkar myndasyrpur munu síðan koma inn daglega á meðan hátíðin fer fram.

mbl.is