Löng röð eftir miðum á Kraftwerk

Fjöldi aðdáenda hljómsveitarinnar Kraftwerk bíður nú í röð í Hörpu en þar geta 1400 Iceland Airwaves-armbandshafar náð sér í miða á aukatónleika hljómsveitarinnar, en þeir eru liður í dagskrá tónlistarhátíðarinnar.

Röðin liggur alla leið út úr Hörpu og má gera ráð fyrir að nokkrum aðdáendum verði orðið dálítið kalt þegar miðaafhendingin hefst.

Miðarnir verða afhentir frá klukkan 12 í dag og gera skipuleggjendur hátíðarinnar ráð fyrir að miðarnir gangi allir út.

Frá Hörpu í morgun. Margir vilja komast á tónleika hljómsveitarinnar …
Frá Hörpu í morgun. Margir vilja komast á tónleika hljómsveitarinnar Kraftwerk, en tónleikar þeirra eru liður í tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um fréttina