„Íslenskur sjávarútvegur hefur verið sofandi Þyrnirós,“ segir Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækisins Markó Partners, og útskýrir að lítið hafi verið um kaup og sölu á útgerðum á undanförnum árum.
Í samtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segist hann búast við kynslóðaskiptum í sjávarútvegi á næstu árum og að útgerðarmenn muni vera á höttunum eftir aukinni hagkvæmni. Eftir endurskipulagningu fjölmargra fyrirtækja átti eigendur þeirra sig betur á landslaginu og eðlilega sé víða kominn tími á kynslóðaskipti.