Hóflega bjartsýnn á lausn makríldeilu

mbl.is/Styrmir Kári

„Ég gat ekki skilið norska sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ann á ann­an veg en að hún væri sama sinn­is og við, að það skipti miklu máli að finna lausn á mak­ríl­deil­unni.“

Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, um fund sinn með Elisa­beth Asp­a­ker, nýj­um sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, í Ósló í gær.

Sig­urður Ingi var þar á ferð vegna fund­ar Norsk-ís­lenska viðskiptaráðsins og nýtti tæki­færið til að ræða mak­ríl­deil­una við Asp­a­ker. Hann tek­ur fram að fund­ur­inn með Asp­a­ker hafi ekki verið samn­inga­fund­ur. Spurður um vænt­ing­ar sín­ar til fund­ar­ins um mak­r­íl­málið á Írlandi eft­ir helgi kveðst ráðherr­ann nú vera „hóf­lega bjart­sýnn“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: