Engar líkur á makríllendingu

Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni.
Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það eru litl­ar eða eng­ar lík­ur á að þessi fund­ur standa­ríkj­anna kom­ist að end­an­legri niður­stöðu eða ljúki samn­ing­um um mak­ríl­inn,“ seg­ir Sig­ur­geir Þor­geirs­son, aðal­samn­ingamaður Íslands, í sam­tali við mbl.is, en fund­ur hófst í Cork-sýslu á Írlandi í gær um lausn mak­ríl­deil­unn­ar og var gert ráð fyr­ir að hann stæði út vik­una. Sig­ur­geir seg­ist ekki eiga von á að fund­ur­inn standi svo lengi.

„Það er bara þannig að það eru í gangi viðræður á milli ráðherra ein­stakra ríkja og þeim mun ekki verða lokið í þess­ari viku. Á þess­um fundi eru ann­ars veg­ar í gangi tví­hliða fund­ir á milli ríkj­anna þar sem menn ræða skipt­ing­ar­mál og slíkt. En aðal­verk­efnið er hins veg­ar að fara yfir eft­ir­lit­s­kerfi með mak­ríl­veiðum, hvernig megi tryggja að töl­ur séu rétt­ar og menn vigti fisk­inn á sama hátt,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Spurður á hverju strandi seg­ir hann það vera það sama og áður. Fyrst og fremst hvernig skipta eigi mak­ríl­kvót­an­um á milli strand­ríkj­anna. Aðspurður nán­ar um það seg­ist hann ekki geta farið ná­kvæm­lega út í það. „Fund­ur­inn er áætlaður út vik­una en ég hef þó ekki trú á því að hann geri það.“

mbl.is