Líklegt er að fundinum um lausn makríldeilunnar, sem staðið hefur yfir í Clonakilty á Írlandi frá því á mánudag, ljúki í dag. Þetta hefur mbl.is eftir Sigurgeiri Þorgeirssyni, aðalsamningamanni Íslands, en gert hafði verið ráð fyrir því að fundurinn stæði út þessa viku. Hann segir að það skýrist væntanlega þegar líði á daginn.
„Fundurinn er áætlaður út vikuna en ég hef þó ekki trú á því að hann geri það,“ sagði Sigurgeir í samtali við mbl.is í gær og ennfremur: „Það eru litlar eða engar líkur á að þessi fundur standaríkjanna komist að endanlegri niðurstöðu eða ljúki samningum um makrílinn.“ Málið strandar sem fyrr einkum á því hvernig skipta eigi makrílkvótanum á milli strandríkjanna sem veitt hafa makrílinn til þessa, einkum Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Færeyja.