Fundinum lýkur líklega í dag

Sigurgeir Þorgeirsson.
Sigurgeir Þorgeirsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lík­legt er að fund­in­um um lausn mak­ríl­deil­unn­ar, sem staðið hef­ur yfir í Clonakilty á Írlandi frá því á mánu­dag, ljúki í dag. Þetta hef­ur mbl.is eft­ir Sig­ur­geiri Þor­geirs­syni, aðal­samn­inga­manni Íslands, en gert hafði verið ráð fyr­ir því að fund­ur­inn stæði út þessa viku. Hann seg­ir að það skýrist vænt­an­lega þegar líði á dag­inn.

„Fund­ur­inn er áætlaður út vik­una en ég hef þó ekki trú á því að hann geri það,“ sagði Sig­ur­geir í sam­tali við mbl.is í gær og enn­frem­ur: „Það eru litl­ar eða eng­ar lík­ur á að þessi fund­ur standa­ríkj­anna kom­ist að end­an­legri niður­stöðu eða ljúki samn­ing­um um mak­ríl­inn.“ Málið strand­ar sem fyrr einkum á því hvernig skipta eigi mak­ríl­kvót­an­um á milli strand­ríkj­anna sem veitt hafa mak­ríl­inn til þessa, einkum Evr­ópu­sam­bands­ins, Íslands, Nor­egs og Fær­eyja.

mbl.is