Viðræðum lokið án niðurstöðu

Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninganefndar Íslands í makríldeilunni.
Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninganefndar Íslands í makríldeilunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Viðræðum um mak­ríl­deil­una, sem hófst síðastliðinn mánu­dag í Clonakilty á Írlandi, er lokið án niður­stöðu. Þetta staðfest­ir Sig­ur­geir Þor­geirs­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands, í sam­tali við mbl.is. Aðspurður seg­ir hann ekki liggja fyr­ir hvenær fundað verði næst um málið.

Upp­haf­lega stóð til að fund­ur­inn stæði út þessa viku en eins og Sig­ur­geir sagði í sam­tali við mbl.is í gær átti hann ekki von á að svo yrði eins og fund­ur­inn væri að þró­ast. Fund­inn sátu full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs, Íslands og Fær­eyja en Rúss­ar og Græn­lend­ing­ar áttu áheyrn­ar­full­trúa.

Tví­hliða viðræður hafa átt sér stað að und­an­förnu á milli sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Íslands, Nor­egs og Fær­eyja og sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins. Þannig fundaði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, bæði með Elisa­beth Asp­a­ker, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, og Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra sam­bands­ins.

mbl.is