Rúm 58% á móti aðild að ESB

AFP

58% þeirra sem tóku þátt í nýrri skoðana­könn­un sem Já Ísland lét gera eru á móti aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Þeir sem segj­ast myndu ör­ugg­lega eða senni­lega greiða at­kvæði með aðild eru tæp 42%. Um 16% aðspurðra taka ekki af­stöðu.

Ef niður­stöðurn­ar eru born­ar sam­an við ná­kvæm­lega sams kon­ar könn­un sem gerð var í maí 2013, eða fyr­ir sex mánuðum, kem­ur í ljós að and­stæðing­um aðild­ar hef­ur fækkað um 10 pró­sentu­stig úr 68,4% og fylgj­end­um að sama skapi um 10 pró­sentu­stig úr 31,6% í 41,7%, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um Já Ísland.

Sjá nán­ar hér

mbl.is