Hvalarannsóknir gagnrýndar

mbl.is/Ómar

Aber­deen­há­skóli ligg­ur und­ir ámæli um­hverf­is­vernd­arsinna fyr­ir að hafa rann­sakað sýni úr hvöl­um sem veidd­ir voru hér. Frétta­vef­ur The Scotsm­an greindi frá mál­inu.

Alþjóðlegi dýra­vel­ferðarsjóður­inn (IFAW) sak­ar vís­inda­menn við há­skól­ann um að stuðla að „hvalaslátrun“ með því að taka þátt í rann­sókn­um með Haf­rann­sókna­stofn­un. The Scotsm­an seg­ir að Ísland og Jap­an stundi vís­inda­veiðar á hvöl­um. IFAW hef­ur bar­ist gegn þeim og hvet­ur há­skól­ann til að slíta tengsl sín við hval­veiðar Íslend­inga.

Talskona há­skól­ans sagði að há­skól­inn hvorki styddi vís­inda­veiðar né mælti með því að hvöl­um væri fórnað í þágu vís­inda­rann­sókna. Hún lagði áherslu á að eng­ir pen­ing­ar hefðu verið greidd­ir vegna rann­sókn­anna og að regl­um breska inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um dýra­tilraun­ir hefði verið fylgt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: