Birgðasöfnun og lægra verð fyrir makríl

mbl.is/Styrmir Kári

Lönd­un­ar­bann Evr­ópu­sam­bands­ins á mak­ríl og síld frá Fær­eyj­um hef­ur haft tals­verð áhrif á út­flutn­ing frá Fær­eyj­um í haust.

Á net­miðlin­um vp.fo í Fær­eyj­um kom fram í síðustu viku að nú séu um 50 þúsund tonn af mak­ríl í birgðum þar og ástæðan sé viðskiptaþving­an­ir ESB, en mest af mak­ríln­um fór áður til landa sam­bands­ins.

Sölu­verð mak­rílaf­urða frá Fær­eyj­um hef­ur einnig lækkað og flutn­ings­kostnaður auk­ist sem leitt hef­ur til þess að 20% minna hafi orðið eft­ir hjá selj­end­um. Þetta er haft eft­ir Eyðun Rasmus­sen, sem ger­ir meðal ann­ars út upp­sjáv­ar­skip­in Norðborg og Christian í Grót­in­um. Hann seg­ir að skipu­leggja þurfi nýj­ar flutn­ings­leiðir og sölu­fólkið hafi nóg að starfa, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: