Vilja ræða áfram um makrílinn

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. mbl.is

Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur vilja láta áfram reyna á viðræður um lausn á mak­ríl­deil­unni. Þetta er niðurstaða fund­ar Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra sam­bands­ins, og Elisa­beth Asp­a­ker, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, sem fram fór í gær.

Haft er eft­ir Asp­a­ker að Norðmenn og Evr­ópu­sam­bandið ætli að halda áfram að sam­ræma aðgerðir sín­ar í mak­rílviðræðunum á vef norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins. „Ég harma það að ekki hef­ur tek­ist hingað til að kom­ast að sam­komu­lagi. Hins veg­ar telja norsk stjórn­völd skipta sköp­um að viðræðurn­ar haldi áfram og reynt að ná sam­komu­lagi á milli strand­ríkj­anna.“

Ráðherr­ann seg­ist fyr­ir vikið hafa lagt fram til­lögu fyr­ir Dam­anaki um að viðræðunum verði flýtt og að auk­inn þungi verði sett­ur í þær. Þær hafi verið sam­mála um að halda bæri áfram tví­hliða viðræðum Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs um skipt­ingu mak­ríl­stofns­ins í ná­inni framtíð en sam­bandið hafi óskað eft­ir því að hlé verði gert á þeim á meðan reynt verði að finna lausn á mak­ríl­deil­unni.

mbl.is