Engar næturfréttir á RÚV

Ríkisútvarpið, RÚV
Ríkisútvarpið, RÚV mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Engar næturfréttir verða fluttar í Ríkisútvarpinu þar sem næturfréttamönnum stofnunarinnar, þeim Kristófer Svavarssyni og Jóni Thordarsyni, var sagt upp störfum í gær líkt og tæplega 40 öðrum starfsmönnum RÚV.

Klukkan sex í morgun var því einungis lesin viðvörun frá Veðurstofunni og tilkynnt um þessa breytingu. Það var hins vegar tekið fram að áfram yrði vakt hjá stofnuninni og hægt væri að koma áríðandi athugasemdum á framfæri.

mbl.is