Páll fundar með starfsfólki RÚV

Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Ríkisútvarpinu þar sem Páll Magnússon, útvarpsstjóri, ræðir við starfsmenn. Ekki hefur fengist staðfest hvert fundarefnið sé en gera má ráð fyrir að uppsagnir 60 starfsmanna stofnunarinnar sem tilkynnt var um í gær sé einkum til umræðu.

Fundur með starfsmönnum átti upphaflega að fara fram á morgun.

mbl.is