Strax brugðist við hjá Nova

Liv Bergþórsdóttir
Liv Bergþórsdóttir

Fjarskiptafyrirtækið Nova brást strax við þegar fréttist af árásum tyrkneska hakkarans á vef Vodafone í gærmorgun, segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova. Hún segir að það sé reglulega farið yfir öryggismálin hjá Nova og það hafi verið gert í gær eftir þessar fréttir.

„Lagskylda er um varðveislu gagna í sex mánuði og það er okkar regla að gögn séu ekki eldri,“ segir Liv. 

mbl.is