Ætlar að láta endurskoða öryggismál Alþingis í kjölfar netárásar

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Golli

Alþingi mun fara yfir öryggisþætti í fjarskiptamálum sínum með sérfræðingum á því sviði í kjölfar umfangsmikillar netárásar sem gerð var á vefsíðu Vodafone um helgina.

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) rannsakar árásina, m.a. með tilliti til hvort að Vodafone hafi brotið gegn fjarskiptalögum með því hvernig og hversu lengi gögn voru geymd á síðunni. Á meðal tuga þúsunda sms-skilaboða sem var lekið var nokkur fjöldi skilaboða frá þingmönnum, þar á meðal Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra.

„Þetta er mál sem ég lít mjög alvarlegum augum. Það gefur augaleið að tölvuöryggi skiptir Alþingi gríðarlega miklu máli. Ég tel algerlega einboðið að við verðum að fara yfir þessa öryggisþætti með sérfræðingum sem starfa á vegum þingsins og öðrum sérfræðiaðilum og það hyggst ég láta gera,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sem nefnir að fyrir liggi fjárheimild til þingsins til að styrkja öryggi fjarskiptakerfa þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: