Viðkvæm skilaboð fyrir allra augum

mbl.is/Ómar

Auðvelt er að rekja sms sem lekið var á netið eftir netárás á vefsvæði Vodafone um helgina til sendenda þeirra með símanúmeri þeirra.

Í mörgum skeytunum er að finna afar viðkvæmar upplýsingar sem varða framhjáhald og forræðisdeilur svo eitthvað sé nefnt.

Engu að síður bárust já.is ekki margar beiðnir um að afskrá símanúmer um helgina. Skv. upplýsingum Vodafone var meirihluti sms-anna þó þjónustuskilaboð frá fyrirtækjum og stofnunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: