ESB brýtur gegn samningnum

AFP

Fram kem­ur í ramma­samn­ingi ís­lenskra stjórn­valda við Evr­ópu­sam­bandið um svo­kallaða IPA-styrki, sem ætlað er að und­ir­búa ríki fyr­ir inn­göngu í sam­bandið, að jafn­vel þó samn­ingn­um verði sagt upp skuli yf­ir­stand­andi verk­efn­um í tengsl­um við hann halda áfram í sam­ræmi við ákvæði hans þar til þeim er lokið.

Ekki verður því bet­ur séð en að sú ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins að stöðva IPA-styrki til þeirra verk­efna sem upp­lýst var um í kvöld sé brot á um­rædd­um ramma­samn­ingi sem samþykkt­ur var með þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi 18. júní 2012. Fram kem­ur í 23. grein samn­ings­ins að gild­is­tími samn­ings­ins sé ótíma­bund­inn nema ann­ars aðili hans segi hon­um upp með skrif­legri til­kynn­ingu líkt og Evr­ópu­sam­bandið hef­ur nú gert. Síðan seg­ir:

„Þrátt fyr­ir að ramma­samn­ingi þess­um sé sagt upp skal yf­ir­stand­andi stuðningsaðgerðum haldið áfram sam­kvæmt ramma­samn­ingi þess­um og öll­um sviðstengd­um samn­ing­um og fjár­mögn­un­ar­samn­ing­um uns þeim aðgerðum er lokið.“ Eng­ir fyr­ir­var­ar eru til­greind­ir í þeim efn­um.

Síðastliðið sum­ar ákvað Evr­ópu­sam­bandið að stöðva IPA-styrki til verk­efna á Íslandi sem ekki hafði þá verið und­ir­ritaður samn­ing­ur um. Fram kom í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu af því til­efni að ákvörðunin hefði ekki áhrif á verk­efni vegna árs­ins 2011 utan eitt en stöðvuðu hins veg­ar verk­efni vegna árs­ins 2012 og 2013.

Verk­efn­in sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur nú ákveðið að hætta við að styrkja ein­hliða og fyr­ir­vara­laust að sögn ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins eru vegna árs­ins 2011. Ekki hef­ur náðst í Gunn­ar Braga Sveins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, vegna máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina