Hættir við einhliða og án fyrirvara

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Skjáskot/EbS Channel

Stækk­un­ar­skrif­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur tekið ein­hliða ákvörðun og án fyr­ir­vara um að hætta öll­um svo­kölluðum IPA-verk­efn­um sem haf­in voru hér á landi í tengsl­um við um­sókn­ina um inn­göngu í sam­bandið. Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu að fram­kvæmda­stjórn ESB ætli að segja upp samn­ing­um í þeim efn­um með tveggja mánaða fyr­ir­vara og að bréf þess efn­is verði send út á næstu dög­um.

„Í er­indi sínu til ís­lenskra stjórn­valda vís­ar fram­kvæmda­stjórn­in til þess að IPA aðstoð við Ísland hafi verið ætlað að styðja við verk­efni sem ráðast þyrfti í vegna áforma um aðild að ESB. Í ljósi breyttr­ar stefnu stjórn­valda, telji hún ekki vera for­send­ur fyr­ir frek­ari styrk­veit­ing­um. Rík­is­stjórn­in hef­ur frá upp­hafi lýst vilja til þess að þau verk­efni sem haf­in eru verði leidd til lykta sam­kvæmt gerðum samn­ing­um. Um það virt­ist ríkja samstaða,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

ESB ít­rekað gefið annað til kynna

Þá seg­ir að í sam­ræmi við niður­stöðu fund­ar stækk­un­ar­stjóra ESB og Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra í júní síðastliðnum hafi full­trú­ar fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar og stjórn­valda í sum­ar og haust farið ofan í saum­ana á hverju verk­efni fyr­ir sig. Fyr­ir liggi að styrkþegar hafi í öll­um til­vik­um staðið við gerða samn­inga og að mati eft­ir­lits­manna fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar upp­fyllt kröf­ur um fram­vindu verk­efn­anna.

„Ákvörðun fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar kem­ur Íslend­ing­um í opna skjöldu, sér­stak­lega þegar til þess er litið að fram­kvæmda­stjórn­in hef­ur á fyrri stig­um ít­rekað gefið til kynna að öll­um IPA verk­efn­um sem haf­in væru yrði lokið án til­lits til mögu­legr­ar aðild­ar. Íslensk­ir og er­lend­ir sam­starfsaðilar hafa því haldið áfram að vinna að verk­efn­um í góðri trú um að ESB myndi standa við fyrri ákv­arðanir og yf­ir­lýs­ing­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ekki til þess fallið að bæta sam­skipt­in

Enn­frem­ur seg­ir að ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi komið óánægju ís­lenskra stjórn­valda með ákvörðun fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar á fram­færi og að ut­an­rík­is­ráðherra telji að með henni bregðist ESB þeim fjöl­mörgu sam­starfsaðilum sem það hef­ur gert samn­inga við. „Í ljósi þess að ís­lensk stjórn­völd hafa lagt áherslu á gott sam­starf við ESB er þessi ákvörðun fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar mjög óheppi­leg og ekki til þess fall­in að styrkja sam­band aðila.“

Fram kem­ur að helstu verk­efn­in sem um ræðir séu eft­ir­far­andi: Verk­efni á veg­um Nátt­úru­fræðistofn­un­ar og Land­mæl­inga Íslands um upp­bygg­ingu á NATURA 2000 sam­starfsneti á Íslandi og inn­leiðing vist­gerða- og fugla­til­skip­ana ESB, verk­efnið Katla jarðvang­ur á veg­um Há­skóla­fé­lags Suður­lands, verk­efni á veg­um Fræðslumiðstöðvar at­vinnu­lífs­ins sem felst í víðtæk­um aðgerðum til að efla mennt­un­arstig og at­vinnu, verk­efni á veg­um Hag­stof­unn­ar.

mbl.is