Umsóknin í raun send til baka

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi ákvörðun fel­ur í raun það í sér að Evr­ópu­sam­bandið er að senda til baka um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið,“ seg­ir Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og vara­formaður Heims­sýn­ar, hreyf­ing­ar sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um. Vís­ar hann þar til ákvörðunar sam­bands­ins um að hætta við svo­kallaða IPA-styrki til Íslands vegna um­sókn­ar­inn­ar.

Jón seg­ir að ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins und­ir­striki það sömu­leiðis sem alltaf hafi legið fyr­ir að IPA-styrk­irn­ir hefðu verið tengd­ir um­sókn­inni og hugsaðir til þess eins að aðlaga Ísland að sam­band­inu. Það hefði aldrei átt að taka við styrkj­un­um og eins hefði átt að afþakka þá strax eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar í vor.

„Það ligg­ur því bein­ast við að rík­is­stjórn­in og Alþingi klári málið og aft­ur­kalli um­sókn­ina enda var þjóðin aldrei spurð að því hvort hún vildi ganga í Evr­ópu­sam­bandið eða ekki. það er ekki eft­ir neinu að bíða.“

mbl.is