Viðsnúningur ESB óskiljanlegur

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Viðsnún­ing­ur ESB er óskilj­an­leg­ur þar sem ekk­ert nýtt hef­ur gerst síðan hlé var gert á viðræðum og fyrri ákvörðun var tek­in um framtíð IPA-styrkj­anna. Þessi vinnu­brögð eru forkast­an­leg að mínu mati og ekki til þess fall­in að lyfta ímynd ESB á Íslandi að neinu leyti.“

Þetta seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra á vefsíðu sinni í dag í kjöl­far ákvörðunar Evr­ópu­sam­bands­ins um að hætta svo­kölluðum IPA-stuðningi við verk­efni hér á landi í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið sem haf­in voru áður en ís­lensk stjórn­völd ákváðu eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar í vor að gera hlé á um­sókn­ar­ferl­inu. Eins og mbl.is fjallaði um fyrr í kvöld verður ekki bet­ur séð en að sú ákvörðun sé brot á ramma­samn­ingi sem Evr­ópu­sam­bandið gerði við ís­lensk stjórn­völd á síðasta ári um IPA-styrk­ina.

Ráðherr­ann seg­ir að Evr­ópu­sam­bandið hafi „á fyrri stig­um ít­rekað gefið til kynna að öll­um IPA verk­efn­um sem haf­in væru yrði lokið án til­lits til mögu­legr­ar aðild­ar. Íslensk­ir og er­lend­ir sam­starfsaðilar hafa því haldið áfram að vinna að verk­efn­um í góðri trú um að Evr­ópu­sam­bandið myndi standa við fyrri ákv­arðanir og yf­ir­lýs­ing­ar.“

Hins veg­ar hafi sam­bandið nú brugðist þeim fjöl­mörgu aðilum sem það hafði áður gert samn­inga við um IPA-styrki.

mbl.is