Fordæma refsiaðgerðir ESB

Bill Justinussen, Pat the Cope Gallagher, Unnur Brá Konráðsdóttir, Catherine …
Bill Justinussen, Pat the Cope Gallagher, Unnur Brá Konráðsdóttir, Catherine Stihler og Indrek Tarand.

For­sæt­is­nefnd Vestn­or­ræna ráðsins mót­mælti og for­dæmdi harðlega hót­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins um refsiaðgerðir gegn Fær­eyj­um og Íslandi vegna mak­ríl­veiða land­anna og ákvörðun ESB um refsiaðgerðir gegn Fær­eyj­um vegna síld­veiða, á sam­eig­in­leg­um fundi for­sæt­is­nefnd­ar­inn­ar og Evr­ópuþings­ins, sem fram fór í Strass­borg ný­lega.

Fund­inn sátu fyr­ir hönd Vestn­or­ræna ráðsins alþing­ismaður­inn Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir formaður og lögþings­maður­inn Bill Just­in­us­sen vara­formaður, en auk þeirra sátu fund­inn full­trú­ar Evópuþings­ins, þau Pat ‘the Cope’ Gallag­her formaður, Paul Rübig, Cat­her­ine Sti­hler og Ind­rek Tarand, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

„Ráðið lagði áherslu á að það sé ósátt við aðferðir ESB, sem séu óþolandi í alþjóðasam­skipt­um. Ráðið mót­mælti enn­frem­ur að ESB skuli í krafti stærðar sinn­ar og afls kjósa að gera hót­an­ir í garð friðsamra granna sinna að lið í samn­inga­ferli.

Þetta ger­ist þrátt fyr­ir að bent hafi verið á, þar á meðal af norsk­um sjáv­ar­líf­fræðingi, að svo mik­il stofns­tækk­un mak­ríls í kjöl­far lofts­lags­breyt­inga und­an­far­inna ára kunni að valda um­hverf­is­vanda í haf­inu. For­sæt­is­nefnd­in ít­rek­ar að ósætti sé með aðilum og að þeir þurfi að semja um ágrein­ing­inn en láta vera að hóta hvor öðrum.

„For­sæt­is­nefnd­in und­ir­strikaði það við sendi­nefnd Evr­ópuþings­ins, að fyrri aðgerðir ESB hefðu haft mik­il áhrif í vestn­or­rænu lönd­un­um, eins og þegar ESB lagði inn­flutn­ings­bann við selaf­urðum“ seg­ir Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir og bend­ir á að það hefði haft grafal­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir hinar smáu sel­veiðibyggðir á Græn­landi.

Á fund­in­um kom fram að ESB tel­ur sig í full­um rétti til þess að beita refsiaðgerðum þegar þjóðir fylgdu ekki meg­in­regl­unni um sjálf­bærni, en ein­ing var jafn­framt um að það væri mjög brýnt, að ágrein­ings­mál væru leyst á diplóma­tísk­an hátt frem­ur en með hót­un­um.

Sam­kvæmt Unni Brá var á fundi Vestn­or­ræna ráðsins og full­trúa Evr­ópuþings­ins jafn­framt rætt um hval- og sel­veiðar vestn­or­rænu þjóðanna, end­ur­skoðun sam­eig­in­legr­ar fisk­veiðistefnu Evr­ópu­sam­bands­ins, áhrif lofts­lags­breyt­inga, nýj­ar sigl­inga­leiðir á Norður-Atlants­hafi og ör­ygg­is­mál sæ­far­enda.

Vestn­or­ræna ráðið er form­leg­ur sam­starfs­vett­vang­ur Lögþings Fær­eyja, græn­lenska þings­ins Inatsis­artut og Alþings Íslend­inga. For­sæt­is­nefnd ráðsins á ár­leg­an fund með full­trú­um Evr­ópuþings­ins til þess að ræða mál­efni svæðis­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is