Jógakennari nauðgaði nemanda

Konur mótmæla aðgerðarleysi lögreglu gegn kynbundnu ofbeldi á Indlandi.
Konur mótmæla aðgerðarleysi lögreglu gegn kynbundnu ofbeldi á Indlandi. AFP

Lögreglan í Goa-héraði á Indlandi hefur handtekið jógakennara sem er sakaður um að hafa nauðgað einum nemanda sínum, 33 ára gömlum Þjóðverja sem var á ferðalagi um landið.

Krishna Sharma er 36 ára. Hann var handtekinn í morgun á flugvellinum í ferðamannaparadísinni Goa. Hann er sakaður um að hafa nauðgað þýsku konunni á mánudagskvöld.

Lögreglustjórinn segir að Sharma og konan hafi hist í veislu á ströndinni. Hann hafi svo boðist til að fylgja henni að gistihúsinu þar sem hún dvaldi. Við komuna þangað nauðgaði hann henni.

mbl.is