„Makrílstofninn er ekki eingöngu okkar“

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. AFP

„Ég ætla ekki að hrósa Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna slæmr­ar fram­göngu þeirra þar sem þeir hafa tekið sér ein­hliða kvóta. Ég er sam­mála því að það sé óá­sætt­an­legt. En á sama tíma vil ég leggja áherslu á að við þurf­um að ná samn­ingi og til þess að ná samn­ingi verðum við að viður­kenna það að mak­ríl­stofn­inn hef­ur ekki aðeins dreift sér víðar en áður held­ur færst yfir í lög­sög­ur Íslands og Græn­lands.“

Þetta sagði Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, í umræðum um sjáv­ar­út­vegs­mál í Evr­ópuþing­inu síðastliðinn mánu­dag þar sem meðal ann­ars var rætt um mak­ríl­deil­una. Dam­anaki sagði enn­frem­ur að breytt hegðun mak­ríls­ins væri eitt­hvað sem Evr­ópu­sam­bandið yrði að hafa í huga ef raun­veru­leg­ur vilji væri að ná samn­ingi. „Ef við segj­um bara: Þið hafið eng­an rétt á að veiða mak­ríl og við ætl­um að halda hon­um öll­um fyr­ir okk­ur sjálf. Þá er það ekki góður grund­völl­ur fyr­ir samn­inga. Það er að minnsta kosti mín skoðun.“

Sjó­menn inn­an ESB treysta á Norðmenn

Dam­anaki var með þessu að svara írska Evr­ópuþing­mann­in­um Pat "the Cope" Gallag­her sem sagðist hafa áhyggj­ur eins og fleiri þing­menn af einörðum ásetn­ingi henn­ar að ná samn­ingi við Íslend­inga og Fær­ey­inga hvað sem það kostaði. Sagði hann sjáv­ar­út­vegs­stjór­ann hafa sagt á fundi með sjáv­ar­út­vegs­nefnd þings­ins í síðustu viku að ein­hver samn­ing­ur í þeim efn­um væri betri en eng­inn samn­ing­ur. Sagðist hann þvert á móti telja að eng­inn samn­ing­ur væri betri en slæm­ur samn­ing­ur.

Gallag­her hrósaði Norðmönn­um fyr­ir harða af­stöðu þeirra í mak­ríl­deil­unni. Sagði hann sjó­menn inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins nú þurfa að treysta á norsk stjórn­völd til þess að verja hags­muni þeirra í deil­unni. „Það er þyngra en tár­um taki að þurfa að lýsa þessu yfir en þetta er ein­fald­lega staðreynd.“ Gagn­rýndi hann Dam­anaki enn­frem­ur harðlega fyr­ir að hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar og spurði hvort hún væri reiðubú­in að grípa til slíkra aðgerða ef ekki næðust samn­ing­ar. Þá lagði hann enn­frem­ur áherslu á að far­in yrði sú leið að Ísland og Fær­eyj­ar ættu ekki rétt á var­an­leg­um mak­ríl­kvóta held­ur aðeins þegar mak­ríll­inn færi inn í lög­sög­ur ríkj­anna.

Vill semja á meðan ástand stofns­ins er gott

Dam­anaki lagði áherslu á að tæki­færi væri til þess að semja um lausn á mak­ríl­deil­unni í kjöl­far þeirr­ar niður­stöðu Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) síðastliðið haust að mak­ríl­stofn­inn væri miklu stærri en áður var talið. „Ég vil gjarn­an ná samn­ingi núna á meðan stofn­inn er í góðu ásig­komu­lagi. Við þær aðstæður er betra tæki­færi til þess að semja. Ef stofn­inn væri ekki í góðu ásig­komu­lagi þýddi það að all­ir vildu veiða meira sem væri ekki æski­legt.“

Sjáv­ar­út­vegs­stjór­inn sagðist hafa rætt þessi mál ít­rekað við ís­lensk stjórn­völd og að í dag færi hún til fund­ar við Kaj Leo Johann­esen, lög­mann Fær­eyja, í þeim til­gangi að reyna að fá Fær­ey­inga til þess að semja um mak­ríl­veiðarn­ar. Það yrði hins veg­ar ekki auðvelt. „Við ætl­um ekki að semja hvað sem það kost­ar. Það verður samið út frá raun­hæf­um for­send­um sem byggja á því að mak­ríl­stofn­inn er ekki ein­göngu okk­ar.“

Íslend­ing­ar fá ekki að veiða í lög­sögu ESB

Dam­anaki sagði að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur gætu ekki leng­ur kraf­ist þess að fá 90% af mak­ríl­kvót­an­um í sinn hlut eins og hingað til. Það væri ekki raun­hæf­ur mögu­leiki að henn­ar mati. Ef þeirri kröfu yrði haldið til streitu væri ekki hægt að sann­færa neinn um það að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur stunduðu sjálf­bær­ar veiðar. Fyr­ir vikið yrði að reyna að ná samn­ingi. Ef samn­ing­ar tækj­ust ekki yrði að grípa til viðeig­andi aðgerða í þágu sjálf­bærra veiða. Hún til­greindi þó ekki nán­ar hvað hún ætti við.

Sjáv­ar­út­vegs­stjór­inn sagðist sam­mála Gallag­her um að leggja ætti áherslu á þá leið að Ísland og Fær­eyj­ar ættu ekki rétt á var­an­leg­um mak­ríl­kvóta held­ur aðeins þegar mak­ríll­inn færi inn í lög­sög­ur land­anna. Í sam­ræmi við það kæmi ekki til greina að semja um að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar fengju að veiða mak­ríl í lög­sögu Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að ná að veiða all­an kvót­ann sinn. „Þeir munu ekki fá aðgang að lög­sög­unni okk­ar. Þetta þýðir að ef mak­ríl­stofn­inn er ekki í góðu ásig­komu­lagi þá fá þeir ekki að veiða sinn kvóta. Þeir fá aðeins að veiða í eig­in lög­sög­um.“

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórs­höfn í Fær­eyj­um. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina