ESB gerir Færeyingum nýtt tilboð

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. mbl.is

„Við höf­um lagt nýtt til­boð á borðið sem er mun betra en það sem við höfðum áður boðið Fær­ey­ing­um,“ er haft eft­ir Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, á fær­eyska frétta­vefn­um Portal.fo í dag en Dam­anaki fundaði í gær og í dag með ráðamönn­um í Fær­eyj­um um mak­ríl­deil­una.

Haft var eft­ir Dam­anaki í gær­kvöldi á frétta­vefn­um að góður mögu­leiki væri á samn­ing­um og að út­litið væri bjart­ara eft­ir fundi með fær­eysk­um ráðamönn­um. Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, hafi enn­frem­ur sagt að styttra væri á milli Fær­ey­inga og Evr­ópu­sam­bands­ins en áður, en tím­inn til þess að semja væri naum­ur. Lögmaður Fær­eyja, Kaj Leo Johann­esen, hafi gert Dam­anaki grein fyr­ir því að viðskiptaþving­an­ir sem sam­bandið greip til síðastliðið sum­ar gegn Fær­ey­ing­um vegna síld­veiða þeirra tor­veldi lausn mak­ríl­deil­unn­ar. Ef Evr­ópu­sam­bandið felldi þær úr gildi og hætti hót­un­um um slíkt væri hann reiðubú­inn að end­ur­skoða af­stöðu sína í mak­ríl­deil­unni.

Veit ekki hver viðbrögð Norðmanna verða

Fram kem­ur á frétta­vefn­um að Vesterga­ard staðfesti að til­boð hafi verið lagt fram af hálfu Dam­anaki. Haft er enn­frem­ur eft­ir hon­um að fær­eyska lands­stjórn­in muni nú fara yfir til­boðið. Þá seg­ir í frétt­inni að Evr­ópu­sam­bandið vænti þess að fá svar frá Fær­ey­ing­um í þess­ari viku og því þurfi ráðamenn að hafa snar­ar hend­ur. Hvorki Dam­anaki né Vesterga­ard hafi hins veg­ar viljað tjá sig um inni­hald til­boðsins. Fær­eyski sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ann hafi aðeins sagt að það væri áhuga­vert.

Dam­anaki lagði hins veg­ar áherslu á nauðsyn þess að ná samn­ing­um um mak­ríl­inn. „Okk­ur ber skylda til þess að ná samn­ing­um og vinna sam­an og það erum við að reyna,“ sagði hún. Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að spurn­ing sé hvað norsk­um stjórn­völd­um þyki um þróun mála í deil­unni. Sjáv­ar­út­vegs­stjór­inn hafi verið spurður að því og svarað:

„Ég hef fullt sam­ráð við Norðmenn. Norska rík­is­stjórn­in veit um til­boðið og að það sé mun betra en það sem upp­haf­lega var lagt fram. En hver viðbrögð þeirra verða get ég ekki sagt til um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina