Hvalveiðar verða leyfðar

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur ákveðið, í sam­ráði við rík­is­stjórn­ina, heim­ild til hval­veiða á ár­un­um 2014-2018. Heim­ild­in miðast við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hverju sinni næstu fimm árin.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins.

Í ráðgjöf­inni fyr­ir næsta ár kem­ur fram að veiðar á 229 hrefn­um á land­grunns­svæðinu og 154 langreyðum sam­rýmast mark­miðum um sjálf­bæra nýt­ingu. Ákvörðunin er í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda um sjálf­bæra nýt­ingu lif­andi auðlinda hafs­ins og með hliðsjón af álykt­un Alþing­is um hval­veiðar frá 10. mars 1999, seg­ir í frétt at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins.

Inn­an við 1% af stofn­stærð

Niður­stöður hvala­taln­inga sýna að um það bil 20.000 langreyðar og að minnsta kosti 30.000 hrefn­ur er að finna á stofnsvæðunum við Aust­ur-Græn­land og Ísland. Það afla­mark sem mælt er með er minna en 1% af stofn­stærð beggja teg­unda og vel inn­an þeirra marka sem al­mennt er miðað við að tryggi sjálf­bær­ar veiðar úr hvala­stofn­um. Í frétt at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins seg­ir að hvor­ug þeirra hvala­teg­unda sem Íslend­ing­ar nýta sé á vál­ista Alþjóðlegu nátt­úru­vernd­ar-sam­tak­anna (IUCN).

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um stefnu ís­lenskra stjórn­valda í hvala­veiðum má finna hér.

mbl.is