Færeyingar höfnuðu tilboði ESB

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is

Fær­eysk stjórn­völd hafa hafnað til­boði sem Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, lagði fram í síðustu viku til lausn­ar mak­ríl­deil­unni í heim­sókn sinni til Fær­eyja. Fram kem­ur á frétta­vefn­um Portal.fo að greint hafi verið frá því í fjöl­miðlum að Dam­anaki hafi boðið Fær­ey­ing­um 11,9% mak­ríl­kvót­ans sem er það sama og hún mun hafa boðið ís­lensk­um stjórn­völd­um.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um að Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, hafi kraf­ist þess að Fær­ey­ing­ar fengju stærri hlut­deild en Íslend­ing­ar. Hann seg­ir í svar­bréfi til Dam­anaki sem sent var í gær­kvöldi sam­kvæmt frétt­inni að hann geti ekki samþykkt lausn í mak­ríl­deil­unni sem þýði að Fær­eyj­ar fái sömu framtíðar­hlut­deild og Ísland. Þá ít­rek­ar hann fyrri kröfu um að Fær­ey­ing­ar fái 15% mak­ríl­kvót­ans.

Þess má geta að Fær­ey­ing­ar hafa áður hafnað því að fá sömu hlut­deild og Íslend­ing­ar. Þá hermdu frétt­ir í haust að Evr­ópu­sam­bandið ætlaði að bjóða Fær­ey­ing­um 12% mak­ríl­kvót­ans en Íslend­ing­um 11,9%. Séu frétt­ir rétt­ar af til­boði Dam­anak­is núna er ljóst að það er minna en það sem rætt var um í haust.

mbl.is