Studdi refsiaðgerðir gegn Færeyjum

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórshöfn í Færeyjum.

Nýr sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Dan­merk­ur, Dan Jør­gensen, greiddi at­kvæði með laga­setn­ingu á Evr­ópuþing­inu fyr­ir rúmu ári sem veitti Evr­ópu­sam­band­inu heim­ild til þess að grípa til refsiaðgerða gegn lönd­um utan sam­bands­ins sem það teldi stunda ósjálf­bær­ar veiðar úr deili­stofn­um sem það ætti hags­muna að gæta gagn­vart.

Jør­gensen var þá þingmaður á Evr­ópuþing­inu fyr­ir danska Jafnaðarmanna­flokk­inn en tók við sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra síðastliðinn fimmtu­dag 12. des­em­ber. Fjallað er um þetta á fær­eyska frétta­vefn­um Portal.fo í dag en víðtæk­ur stuðning­ur var við laga­setn­ing­una á Evr­ópuþing­inu þegar greidd voru um hana at­kvæði.

Fram kem­ur í frétt­inni að eng­um hafi dulist að laga­setn­ing­unni væri meðal ann­ars beint að Fær­eyj­um og Íslandi þó lönd­in tvö væru ekki nefnd í henni. Hins veg­ar hafi Dan­mörk lagst gegn refsiaðgerðum gegn Fær­ey­ing­um vegna síld­veiða þeirra þegar Evr­ópu­sam­bandið greip til þeirra síðastliðið sum­ar.

Jør­gensen sé fyr­ir vikið nú í þeirri stöðu að þurfa að verja hags­muni Fær­ey­inga gegn Evr­ópu­sam­band­inu. Spurður hvort það gangi ekki gegn skoðunum hans sem birst hafi í at­kvæðagreiðslunni á Evr­ópuþing­inu seg­ir hann að hann vilji ekki fara í ein­hver smá­atriði verðandi til­tek­in mál.

Hins veg­ar sé al­mennt séð stór mun­ur á því að sitja á Evr­ópuþing­inu og ræða þar um ákveðna laga­setn­ingu með umboð til þess og að bera þá ábyrgð sem fylgdi því að vera dansk­ur ráðherra.

mbl.is