Styður ekki tilboð Evrópusambandsins

Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.
Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.

Stjórn­völd á Írlandi styðja ekki til­raun­ir Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, til þess að ná samn­ing­um í mak­ríl­deil­unni. Þetta hef­ur írski frétta­vef­ur­inn Afloat.ie eft­ir Simon Co­veney, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, í gær. Seg­ist hann styðja sann­gjarna samn­inga um mak­ríl, síld og kol­munna en hafn­ar því að Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um verði út­hlutað of stór­um hluta mak­ríl­kvót­ans.

„Ég styð ekki nú­ver­andi til­lögu fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um að veita Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um of stór­an hluta af mak­ríl­kvót­an­um sem skipt­ir svo miklu máli fyr­ir Írland. Mak­ríll er verðmæt­asti hluti sjáv­ar­út­veg­ar okk­ar og ég hyggst enn á ný krefjast þess að fram­kvæmda­stjórn­in vinni náið með Norðmönn­um að því mark­miði að tryggja samn­ing um sann­gjarna skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans í rétt­um hlut­föll­um,“ er haft eft­ir Co­veney.

Dam­anaki hef­ur boðið Íslend­ing­um 11,9% mak­ríl­kvót­ans og sam­kvæmt síðustu frétt­um bauð hún Fær­ey­ing­um sama hlut­fall fyr­ir helgi. Fær­ey­ing­ar hafa hafnað því og krefjast 15% kvót­ans að lág­marki. Íslensk stjórn­völd virðast hins veg­ar hafa tekið vel í til­boð Evr­ópu­sam­bands­ins en áður var krafa Íslend­inga 14-16%. Dam­anaki hef­ur ekki haft sam­ráð við norsk stjórn­völd varðandi þessi til­boð en til þessa hafa Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn staðið sam­an í mak­ríl­deil­unni.

mbl.is