Trúnaðarbrestur ekki ástæðan

Ingvi Hrafn Óskarsson.
Ingvi Hrafn Óskarsson. mbl.is

Formaður stjórnar RÚV segir í samtali við Viðskiptablaðið að óhjákvæmilegt hafi verið vegna nýrra laga um RÚV sem tóku gildi í morgun að ljúka ráðningarsamningi við útvarpsstjóra. Páll Magnússon hefur sagt upp störfum sem útvarpsstjóri. 

Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnarformaður RÚV, segir á vef Viðskiptablaðsins að trúnaðarbrestur hafi ekki verið forsenda þess að Páll sagði upp samkvæmt samkomulagi við stjórnina.

„Hins vegar er óhjákvæmilegt út af breyttum lögum, sem fela í sér að festa þarf ráðningatíma útvarpsstjóra til fimm ára, að auglýsa stöðuna. Til þess að gera þá breytingu er óhjákvæmilegt að ljúka núverandi ráðningasamningi útvarpsstjóra. Þegar þessi afstaða stjórnar lá fyrir var það sameiginlega niðurstaða stjórnar og Páls að hann láti nú af störfum,“  segir Ingvi Hrafn við Viðskiptablaðið.

Í bréfi sem Páll sendi starfsfólki RÚV í morgun sagði hann m.a.: „Ástæðan er sú að ég tel mig ekki njóta nægilegs trausts í stjórn Ríkisútvarpsins til að gegna stöðunni áfram með árangursríkum hætti á erfiðum tímum.“

Viðtal Viðskiptablaðsins við Ingva Hrafn í heild.

mbl.is