Fundað um makrílinn 15. janúar

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Freistað verður þess að ná samn­ing­um í mak­ríl­deil­unni á fundi sem boðaður hef­ur verið á milli strand­ríkj­anna 15. janú­ar næst­kom­andi. Þetta kom fram í máli Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, á blaðamanna­fundi í gær að aflokn­um fundi í sjáv­ar­út­vegs­nefnd Evr­ópuþings­ins.

Dam­anaki hafði áður gert sér von­ir um að hægt yrði að semja um mak­ríl­veiðarn­ar fyr­ir ára­mót en nú er end­an­lega ljóst að það verður ekki raun­in. Hún fundaði í Fær­eyj­um með þarlend­um ráðamönn­um í síðustu viku og lagði þá fram til­boð um lausn mak­ríl­deil­unn­ar sem þeir síðan höfnuðu. Frétt­ir herma að Fær­ey­ing­um hafi verið boðin 11,9% mak­ríl­kvót­ans sem er sama hlut­fall og Evr­ópu­sam­bandið bauð Íslend­ing­um í haust. Íslensk stjórn­völd munu hafa tekið vel í þær hug­mynd­ir en Fær­ey­ing­ar hafa hins veg­ar kraf­ist hærra hlut­falls og að fá meira en Íslend­ing­ar.

„Evr­ópu­sam­bandið og Ísland eru sam­mála um ákveðna til­lögu um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans á milli strand­ríkj­anna á næsta ári en Fær­eyj­ar hafa hafnað til­boðum sam­bands­ins,“ hef­ur fær­eyski frétta­vef­ur­inn Portal.fo eft­ir Dam­anaki á blaðamanna­fund­in­um. Enn­frem­ur að jafn­vel þó samn­ing­ar næðust ekki á fund­in­um í janú­ar myndi Evr­ópu­sam­bandið halda sig við sjálf­bær­ar veiðar enda væri það for­senda þess að sam­bandið gæti gripið til refsiaðgerða gegn öðrum ríkj­um fyr­ir að stunda ósjálf­bær­ar veiðar.

mbl.is