Refsiaðgerðir áfram yfirvofandi?

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. AFP

Tak­ist ekki samn­ing­ar i mak­ríl­deil­unni á fundi strand­ríkj­anna við norðaust­an­vert Atlants­haf sem fyr­ir­hugaður er 15. janú­ar gæti komið til þess að Evr­ópu­sam­bandið tæki á ný til skoðunar þann mögu­leika að beita Ísland og Fær­eyj­ar refsiaðgerðum vegna meintra ósjálf­bærra mak­ríl­veiða.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Fis­hup­da­te.com að Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, velti þeim mögu­leika fyr­ir sér eft­ir að viðræður und­an­farið hafi ekki skilað til­ætl­un­um ár­angri. Frétt­ir af því séu þó mis­vís­andi. Haft er eft­ir Dam­anaki á frétta­vef írska dag­blaðsins Irish Times að staða máls­ins skýrist á fund­in­um í næsta mánuði. Óform­legt sam­komu­lag hafi náðst við Íslend­inga en ekki Fær­ey­inga.

Dam­anaki sagði eft­ir blaðamanns­fund í gær að ef samn­ing­ar næðust ekki á fund­in­um myndi Evr­ópu­sam­bandið leggja áherslu á sjálf­bær­ar mak­ríl­veiðar enda gæti það að öðrum kosti ekki gripið til refsiaðgerða gegn öðrum ríkj­um fyr­ir að veiða ósjálf­bært. Þannig virðist hún vilja halda þeim mögu­leika opn­um að beita Ísland og Fær­eyj­ar refsiaðgerðum ef fund­ur­inn skil­ar ekki ásætt­an­leg­um ár­angri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina