Bauð Færeyingum fjögurra ára samning

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. mbl.is

Sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, Maria Dam­anaki, bauð Fær­ey­ing­um samn­ing til fjög­urra ára í síðustu viku þegar hún heim­sótti Fær­eyj­ar og ræddi við fær­eyska ráðamenn. Þetta kem­ur fram á fær­eyska frétta­vefn­um Portal.fo og vísað þar í ónafn­greind­an heim­ild­ar­mann. Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, hafi hins veg­ar aðspurður ekki viljað tjá sig um þær upp­lýs­ing­ar.

Fram hef­ur komið að til­boð Dam­anaki til Fær­ey­inga hafi enn­frem­ur hljóðað upp á 11,9% ár­legs mak­ríl­kvóta sem er það sama og frétt­ir hafa hermt að Evr­ópu­sam­bandið hafi boðið Íslend­ing­um. Frétt­ir herma að ís­lensk stjórn­völd hafi fall­ist á þá hlut­deild með óform­leg­um hætti. Fær­ey­ing­ar höfnuðu hins veg­ar til­boði Dam­anak­is í byrj­un þess­ar­ar viku, ekki síst á þeim for­send­um að þeir vildu hærri hlut­deild en Íslend­ing­ar. Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að til­boðið til Fær­ey­inga hafi gengið út á að mögu­leg­ur samn­ing­ur um mak­ríl­veiðarn­ar yrði hluti af stærri samn­ingi. Þar er lík­lega vísað til þess að samn­ing­ar um síld og kol­munna yrðu tekn­ir inn í mynd­ina.

Portal.fo seg­ir enn­frem­ur frá því að Vesterga­ard og Kaj Leo Holm Johann­esen, lögmaður Fær­eyja, hafi verið kallaðir fyr­ir ut­an­rík­is­mála­nefnd fær­eyska lögþings­ins í dag þar sem nefnd­in taldi þá ekki hafa haft nægt sam­ráð fyr­ir sig þegar til­boði Dam­anak­is var hafnað.

Þá er staðfest af Sig­ur­geiri Þor­geirs­syni, aðal­sam­inga­manni Íslands í mak­ríl­deil­unni, á frétta­vef fær­eyska rík­is­út­varps­ins Kringvarp.fo að sam­komu­lag liggi fyr­ir á milli Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins í mak­ríl­deil­unni. Hann hafi hins veg­ar ekki viljað staðfesta að sam­bandið hafi boðið Íslend­ing­um 11,9%.

mbl.is