Fundi Alþingis aftur frestað

Þingmenn hafa beðið í þinghúsinu í dag, en þriðju umræðu …
Þingmenn hafa beðið í þinghúsinu í dag, en þriðju umræðu um fjárlög hefur ítrekað verið frestað. mbl.is/Golli

Fundi Alþingis hefur verið frestað til kl. 19:30. Fundinum hefur ítrekað verið frestað í dag. Ástæðan er sú að efnahags- og viðskiptanefnd er að vinna að tillögum um breytingar á tekjuskattslögum, sem vonast er eftir að greiði fyrir gerð kjarasamninga.

Kjaraviðræður hófust óvænt í dag eftir að Samtök atvinnulífsins komu fram með nýtt tilboð. Samhliða buðust stjórnvöld til að gera breytingar á útfærslu þeirrar skattalækkunar sem boðuð var í fjárlagafrumvarpinu.

mbl.is