Fær 409 milljónir af makríl

Árið 2013 námu tekj­ur rík­is­sjóðs af al­mennu veiðigjaldi á mak­ríl um 409 millj­ón­um króna og 290 millj­ón­um árið 2012.

Þetta kem­ur fram í svari Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra við fyr­ir­spurn Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur þing­manns um mak­ríl­kvóta.

Á fisk­veiðiár­inu 2012/​2013 var tekið upp sér­stakt veiðigjald og er áætlað að 854 millj­ón­ir króna hafi verið inn­heimt­ar vegna gjalds­ins á mak­ríl á ár­inu 2013. Þá seg­ir í svar­inu að árið 2014 megi ætla að sér­stakt veiðigjald af mak­ríl muni hækka, en með breyt­ingu á lög­um um veiðigjöld var veiðigjald á mak­ríl hækkað um 40% frá fyrra fisk­veiðiári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: