Hafa haldið Norðmönnum upplýstum

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. AFP

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur upp­lýst Norðmenn um til­boð sem sam­bandið hef­ur gert Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um um mögu­lega lausn á mak­ríl­deil­unni. Þetta sagði Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, á blaðamanna­fundi eft­ir fund í ráðherr­aráði sam­bands­ins á dög­un­um.

Greint er frá þessu í norska sjáv­ar­út­vegs­blaðinu Fiskar­en í dag. Haft er eft­ir norska sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­an­um, Elisa­beth Asp­a­ker, að það sé rétt að hún hafi verið upp­lýst um málið af Dam­anaki en ein­ung­is eft­ir að til­boðin höfðu verið lögð fram. Loka­punkt­ur viðræðnanna sem staðið hafi yfir verði á viðræðufundi sem fyr­ir­hugaður er 15. janú­ar næst­kom­andi. Evr­ópu­sam­bandið vilji gjarn­an ná samn­ing­um en ekki sama hvað það kosti.

Fær­ey­ing­um boðið að veiða í lög­sögu ESB

„Ég er þeirr­ar skoðunar að við höf­um gert Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um góð til­boð. Við höf­um fengið já­kvæð viðbrögð frá Íslandi við til­lög­unni og höf­um sam­eig­in­leg­an skiln­ing á mál­inu en það er ekki svo gott í til­felli Fær­ey­inga. Enn sem komið er,“ er haft eft­ir Dam­anaki í frétt­inni. Hún lagði enn­frem­ur áherslu á að Evr­ópu­sam­bandið ætli sér að hafa áfram sam­ráð við Norðmenn um lausn á deil­unni.

Dam­anaki sagði einnig að Norðmenn hefðu lagt fram eig­in til­lögu að lend­ingu í mak­ríl­deil­unni en í sam­tali við Fiskar­en vildi Asp­a­ker ekki tjá sig um efni þess. Fram kem­ur í frétt­inni að Evr­ópu­sam­bandið hafi boðið Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um 11,9% ár­legs mak­ríl­kvóta og að Fær­ey­ing­um hafi enn­frem­ur verið boðið að veiða 40% af kvóta sín­um í lög­sögu sam­bands­ins.

Þá seg­ir að áður hafi Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur boðið Íslend­ing­um 8% mak­ríl­kvót­ans og Fær­ey­ing­um 7,5%. Fiskar­en hafi heim­ild­ir fyr­ir því að norsk stjórn­völd séu reiðubú­in að hækka þau til­boð eitt­hvað en vilji ekki fara upp í 11,9%. Haft er eft­ir Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka norskra út­gerðarmanna, að Evr­ópu­sam­bandið hafi boðið Íslend­ing­um allt of stóra hlut­deild í mak­ríl­kvót­an­um.

Norðmenn ekki bundn­ir af til­boðunum

„Ég skil það vel að Íslend­ing­ar séu ánægðir með til­boðið sem þeir hafa fengið frá sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins,“ seg­ir Maråk í sam­tali við Fiskar­en. Hann hafi fulla trú á að ís­lensk stjórn­völd eigi eft­ir að samþykkja til­boðið. Hann legg­ur þó áherslu á að Norðmenn séu ekki bundn­ir af til­boðum Dam­anak­is og lýs­ir enn­frem­ur efa­semd­um sín­um um að hún hafi næg­an stuðning inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins til að leggja þau fram.

Haldi Evr­ópu­sam­bandið fast við til­boð sín til Íslands og Fær­eyja verði sam­bandið að taka þá kvóta­skerðingu sem það hef­ur í för með sér á sig. Það þýði ekki að krefjast þess að Norðmenn taki hana á sig.

mbl.is