Samningurinn óboðlegur verkafólki á lágmarkslaunum

Frá kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins.
Frá kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins. mbl.is/Rósa Braga

Verkalýðsfélag Þórshafnar stendur heilshugar við bakið á þeim stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands sem skrifuðu ekki undir kjarasamning aðila vinnumarkaðarins.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér.

Fram kemur, að það sé mat félagsins að nýgerður kjarasamningu sé ekki boðlegur verkafólki á lágmarkslaunum. Bæði hvað varðar launahækkanir og eins séu það mikil vonbrigði að stjórnvöld skyldu ekki sjá ástæðu til að lækka skatta á lágtekjufólki í stað þess að nota svigrúmið til skattalækkana fyrir þá tekjuhærri.

mbl.is