Kannast ekki við 12% samningsmarkmið

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Eft­ir­gjöf ís­lenskra stjórn­valda í mak­ríl gangvart ESB veld­ur mikl­um von­brigðum og  veld­ur þjóðarbú­inu tjóni upp á fleiri millj­arða króna. Sýn­ir þessi und­an­láts­semi gagn­vart ESB veika og tví­stíg­andi fæt­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í sam­skipt­um við ESB. Verður að vona að Fær­ey­ing­ar standi á sín­um hlut og komi í veg fyr­ir að slíkt sam­komu­lag nái fram að ganga.“

Þetta seg­ir Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á heimasíðu sinni í dag vegna frétta af þvíóform­legt sam­komu­lag sé á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og ís­lenskra stjórn­valda um lausn á mak­ríl­deil­unni en sam­kvæmt því fengi Ísland 11,9% ár­legs mak­ríl­kvóta. Í frétt­um Stöðvar 2 í gær­kvöldi kom fram að óop­in­bert samn­ings­mark­mið ís­lenskra stjórn­valda hafi verið 12% á meðan Tóm­as H. Heiðar, þjóðréttar­fræðing­ur, stýrði viðræðunum fyr­ir Íslands hönd.

„Falla nú sjálf­ir enn lengra í duftið“

Þetta kann­ast Jón hins veg­ar ekki við. Hugs­an­legt sé að rætt hafi verið um slíkt í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu en sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið hafi farið með for­ræði máls­ins og í hans ráðherratíð, sem var á sama tíma og Tóm­as stýrði viðræðunum, hafi frá upp­hafi verið lögð áhersla á 16-17% hlut­deild að lág­marki. Mis­mun­ur­inn jafn­gildi því að Íslend­ing­ar gefi eft­ir 50-60 þúsund tonn af mak­ríl. Gagn­rýn­ir Jón eft­ir­mann sinn Sig­urð Inga Jó­hanns­son og Fram­sókn­ar­flokk­inn harðlega fyr­ir að bogna und­an hót­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Öðru­vísi mér áður brá þegar Fram­sókn gagn­rýndi Stein­grím J. [Sig­fús­son, fyrr­ver­andi at­vinnu­vegaráðherra] hart fyr­ir eft­ir­gjöf við ESB í mak­ríln­um en falla nú sjálf­ir enn lengra í duftið,“ seg­ir hann og bend­ir á að ESB hafi „beitt hót­un­um og ólög­mæt­um yf­ir­gangi“ í mak­ríl­deil­unni bæði gagn­vart Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um.

Grein Jóns Bjarna­son­ar

mbl.is