Er hægt að laga „latt auga“?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Sæl Þórdís

Ég er með svokallað „latt auga“ sem gerir það að verkum að augnlok hægra auga er minna og vöðvar slappari þar í kring og augað virðist minna, sérstaklega þegar ég er þreytt. Er hægt að laga þetta en samt þannig að það verði ekki munur á augunum?

Kveðja,

Gerður

Sæl Gerður og takk fyrir spurninguna,

Þú ert væntanlega frekar með það sem heitir „ptosis“ á augnlokinu frekar en „latt auga“ (það er frekar notað um þegar augasteinninn rennur til og fólk verður rangeygt). Það er hægt að laga þetta með skurðaðgerð. Við lýtalæknar getum gert þessa aðgerð en ég myndi persónulega vilja vísa þér til augnskurðlæknis (t.d. Haraldur Sigurðsson).

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? HÉR getur þú spurt Þórdísi. 

mbl.is