Mikið ber enn á milli í makrílnum

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. mbl.is

Mak­ríl­deil­an hef­ur tekið veru­leg­um breyt­ing­um frá því í sum­ar. Fram að því höfðu Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn staðið sam­an í deil­unni gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um. Deil­an hef­ur staðið yfir und­an­far­in ár og snýst um það hvernig skipta eigi ár­leg­um mak­ríl­kvóta í Norðaust­ur-Atlants­hafi á milli strand­ríkj­anna á svæðinu. Mak­ríl­stofn­inn hef­ur fært sig norðar en áður og aukið viðveru sína veru­lega bæði í ís­lensku og fær­eysku lög­sög­unni og nú síðast þeirri græn­lensku. Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn vildu lengst af ekki taka mið af þess­um breyt­ing­um við skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans.

Þetta hef­ur hins veg­ar smám sama breyst að und­an­förnu og þá ekki síst eft­ir að Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) staðfesti síðastliðið haust að mak­ríl­stofn­inn væri að öll­um lík­ind­um miklu stærri en ráðið hefði áður gert ráð fyr­ir. Ráðlagði það í kjöl­farið kvóta fyr­ir næsta ár sem nam meðaltali heild­ar­veiði á mak­ríl und­an­far­in þrjú ár. Með ráðlegg­ingu ICES var end­an­lega staðfest að mak­ríl­veiðar í Norðaust­ur-Atlants­hafi væru ekki ósjálf­bær­ar eins og for­ystu­menn Nor­egs, Evr­ópu­sam­bands­ins og ríkja inn­an sam­bands­ins höfðu ít­rekað haldið fram og sakað Íslend­inga og Fær­ey­inga um að bera ábyrgð á.

Evr­ópu­sam­bandið hafði gengið svo langt að hóta Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um refsiaðgerðum á grund­velli lög­gjaf­ar sem samþykkt var á vett­vangi sam­bands­ins haustið 2012. Lög­gjöf­in heim­il­ar Evr­ópu­sam­band­inu að grípa til slíkra aðgerða gegn ríkj­um sem sem sam­bandið tel­ur stunda ósjálf­bær­ar veiðar á deili­stofni sem það hef­ur hags­muna að gæta gagn­vart. Eft­ir að niðurstaða ICES lá fyr­ir hef­ur orðræða for­ystu­manna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hins veg­ar breyst og lítið er minnst á mögu­leg­ar refsiaðgerðir enda for­send­an fyr­ir þeim ekki leng­ur fyr­ir hendi. Engu að síður er ljóst að þær hafa ekki með öllu verið tekn­ar af borðinu.

Fátt bend­ir til að sam­komu­lag sé í sjón­máli

Fundað hef­ur verið ít­rekað um mak­ríl­deil­una frá því í sum­ar. Ekki síst hef­ur verið um að ræða fundi á milli for­ystu­manna strand­ríkj­anna í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Þannig hef­ur Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri, átt fundi með sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­um Íslands, Nor­egs og Fær­eyja sitt í hvoru lagi og ráðherr­arn­ir hafa að sama skapi fundað sín á milli. Sömu­leiðis hafa eig­in­leg­ir samn­inga­fund­ir farið fram á milli samn­inga­nefnda strand­ríkj­anna og er næst gert ráð fyr­ir að slík­ur fund­ur fari fram 15. janú­ar næst­kom­andi þar sem freista á þess að ná lend­ingu í deil­unni.

Hins veg­ar bend­ir fátt til þess að sam­komu­lag sé í sjón­máli í mak­ríl­deil­unni. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og ís­lensk stjórn­völd hafa frá því í sum­ar verið að fær­ast nær í mál­inu og ligg­ur fyr­ir óform­legt sam­komu­lag á milli þeirra um að Íslend­ing­ar fái 11,9% af ár­leg­um mak­ríl­kvóta. Hins veg­ar hafa Fær­ey­ing­ar hafnað sama til­boði og krefjast mun hærri hlut­deild­ar. Hinu meg­in eru Norðmenn sem telja 11,9% allt of hátt boð og und­ir það hafa írsk stjórn­völd tekið. Þá er óljóst hvort Dam­anaki hafi næg­an stuðning í stofn­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að semja á þeim for­send­um.

Ljóst er að tím­inn hef­ur til þessa unnið með Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um í mak­ríl­deil­unni. Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn hafa smám sam­an gefið eft­ir í deil­unni. Fram­an af vildu þarlend­ir ráðamenn ekki viður­kenna Ísland sem strand­ríki þegar kom að mak­ríl­veiðum né að mak­ríll væri að ein­hverju ráði í ís­lensku lög­sög­unni. Nú hafa Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn hins veg­ar viður­kennt að taka verði til­lit til þess að mak­ríll­inn hafi færst í vax­andi mæli inn í fær­eysku og ís­lensku lög­sög­una. Ásak­an­ir um ósjálf­bær­ar veiðar hafa sömu­leiðis að mestu hætt eft­ir að niðurstaða ICES um stöðu mak­ríl­stofns­ins lá fyr­ir í haust.

Tak­markaður tími til þess að ná sam­komu­lagi

Stjórn­völd á Íslandi hafa frá upp­hafi lagt áherslu á mik­il­vægi þess að ná sam­komu­lagi í mak­ríl­deil­unni. Krafa þeirra var lengst af í kring­um 16% hlut­deild í ár­leg­um mak­ríl­kvóta en Íslend­ing­ar hafa hins veg­ar veitt mun meira en það. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur boðið 11,9% sem ís­lensk­ir ráðamenn hafa tekið vel í. Hins veg­ar er ljóst að sam­komu­lag næst ekki nema öll strand­rík­in nái sama um það. Norðmenn telja það til­boð allt of hátt og óvíst er með stuðning við það inn­an sam­bands­ins. Fær­ey­ing­ar vilji hins veg­ar sem fyrr að lág­marki um 15% hlut­deild.

Enn ber þannig mikið á milli í mak­ríl­deil­unni og tím­inn til þess að ná sam­komu­lagi vegna næsta fisk­veiðiárs stytt­ist óðum. Íslensk stjórn­völd hafa venju­lega gefið út ár­leg­an mak­ríl­kvóta ekki löngu eft­ir að nýtt ár hef­ur gengið í garð og sama á við um hin strand­rík­in. Hvort sam­komu­lag næst á fund­in­um 15. janú­ar á eft­ir að koma í ljós en sem fyrr seg­ir bend­ir fátt til þess að sú verði niðurstaðan.

Wikipedia
Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórs­höfn í Fær­eyj­um. mbl.is
mbl.is