Makríll klekst út og elst upp við Ísland

Makríllinn er farinn að skipta miklu fyrir þjóðarbú Íslendinga.
Makríllinn er farinn að skipta miklu fyrir þjóðarbú Íslendinga.

Niður­stöður ald­urs­grein­inga á mak­ríl­ungviði frá 2010 benda til þess seiðin hafi klak­ist út á sama tíma og hrygn­ing mak­ríls átti sér stað inn­an ís­lensku lög­sög­unn­ar sama ár. Þess­ar niður­stöður eru fyrstu vís­bend­ing­ar um að mak­ríl­ungviði hafi klak­ist út og al­ist upp við Ísland.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mak­rílltók að birt­ast í sum­arsíld­veiðum hér við land í nokkr­um mæli árið 2005 og veidd­ust þá 360 tonn af hon­um, með síld­arafl­an­um. Síðan þá hef­ur veiðisvæðið breiðst mikið út og afl­inn auk­ist hratt milli ára og náði um 150 þúsund tonn­um árið 2012. Stofn­stærð mak­ríls er met­in þriðja hvert ár, út frá magni hrygndra eggja.

Sum­arið 2010 tók Haf­rann­sókna­stofn­un í fyrsta sinn þátt í mat­inu, en þá tóku alls níu þjóðir þátt í rann­sókn­inni, und­ir stjórn Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES). Á tíma­bil­inu 9.-22. júní voru tek­in svif­sýni á Rs. Árna Friðriks­syni á 111 stöðvum á svæði sem náði allt frá Suðaust­ur­djúpi og langt aust­ur fyr­ir Fær­eyj­ar. Útbreiðsla mak­rí­leggja náði mun lengra til vest­urs en bú­ist var við og staðfesti það í fyrsta skipti að mak­ríll er far­inn að hrygna inn­an ís­lensku lög­sög­unn­ar. Árið 2006 varð í fyrsta skipti vart við mak­ríl á fyrsta ári eða svo­kölluð 0-grúppu seiði í haustr­alli Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Þá fund­ust seiði á litlu svæði frá Sel­vogs­banka að Vest­manna­eyj­um, en haustið 2010 fund­ust hins­veg­ar seiði á fjöl­mörg­um stöðvum, allt frá Höfn í Hornafirði að Látra­bjargi. Þá fannst í fyrsta skipti árs­gam­all mak­ríll á mörg­um stöðvum við Suður­land í vorralli Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í mars 2011 sem bend­ir til vet­ur­setu seiðanna hér við land. 

„Niður­stöður ald­urs­grein­inga á mak­ríl­ungviði frá 2010 benda til þess seiðin hafi klak­ist út á sama tíma og hrygn­ing mak­ríls átti sér stað inn­an ís­lensku lög­sög­unn­ar sama ár. Niður­stöður próf­ana í reklíkani benda jafn­framt til þess að upp­runa ungviðis­ins megi rekja til þess­ar­ar hrygn­ing­ar. Þess­ar niður­stöður eru fyrstu vís­bend­ing­ar um að mak­ríl­ungviði hafi klak­ist út og al­ist upp við Ísland,“ seg­ir í til­kynn­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

mbl.is