Forysta VG vildi ekki þjóðaratkvæði

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG.
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hægt hefði verið að fá Sam­fylk­ing­una til þess að fall­ast á þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið á síðasta kjör­tíma­bili ef skyn­sam­lega hefði verið haldið á mál­um af hálfu Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og af staðfestu. Hins veg­ar var ekki vilji fyr­ir því hjá for­ystu VG.

Þetta seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG og fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráðherra, á heimasíðu sinni. Hann svar­ar þar skrif­um Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns VG, sem fram koma í bók hans varðandi það hvernig haldið var á Evr­ópu­mál­un­um á síðasta kjör­tíma­bili. Und­ir árs­lok 2012 hafi Ögmund­ur talið að málið yrði tekið upp af al­vöru af VG í upp­hafi nýs árs með það fyr­ir aug­um að fá lykt­ir í það sem gætu sam­einað flokk­inn. Sú hafi hins veg­ar ekki orðið raun­in þó gert hafi verið hlé á um­sókn­ar­ferl­inu.

„Þegar frá leið vildi ég að við freistuðum þess að flýta ESB-ferl­inu og efnd­um til þjóðar­at­kvæðagreiðslu inn­an kjör­tíma­bils­ins, það er þegar sjá mátti hvernig viðræðurn­ar þróuðust.  Fæ ég seint skilið hve treg­ir og íhalds­sam­ir helstu for­svars­menn VG í þess­um mála­flokki voru al­mennt í þessu efni. Þeir sem voru veik­ir fyr­ir ESB í okk­ar röðum fóru smám sam­an að tala fyr­ir því að ná „góðum samn­ingi“ og þyrft­um við að gefa rúm­an tíma til þess, en harðir ESB and­stæðing­ar voru á hinn bóg­inn, marg­ir hverj­ir, orðnir slík­ir nauðhyggju­menn að þeir virt­ust trúa því að engu væri hægt að hnika í viðræðuferl­inu!“ seg­ir hann.

Gáfu kjós­end­um ranga mynd af stefn­unni

Ögmund­ur seg­ir að hann hafi fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2009 sagt við kjós­end­ur að til þess gæti komið að sótt yrði um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið færi VG í rík­is­stjórn. Enda hefði samþykkt lands­fund­ar flokks­ins verið opin í þeim efn­um þó ekki hefði verið ná­kvæm­lega fjallað um fyr­ir­komu­lag mögu­legr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Hins veg­ar hafi Sam­fylk­ing­in ekki verið reiðubú­in að fall­ast á tvö­falt þjóðar­at­kvæði eins og fyr­ir vikið hafi verið sótt um inn­göngu í sam­bandið án þess að bera það fyrst und­ir þjóðina.

Hann gagn­rýn­ir enn­frem­ur ýmsa for­svars­menn VG fyr­ir að hafa ekki sagt kjós­end­um fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar að til um­sókn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið gæti komið. „Það höfðu hins veg­ar ýms­ir aðrir for­svars­menn flokks­ins látið und­ir höfuð leggj­ast að gera og sum­ir talað mjög af­drátt­ar­laust þvert á þessa nálg­un, jafn­vel lofað kjós­end­um að þeir myndu und­ir eng­um kring­um­stæðum fall­ast á hana. Slík­ar heit­streng­ing­ar skýra að hluta til þann hnút sem málið hljóp í.“

Grein Ögmund­ar í heild

mbl.is