Blóðbað í Suðurhöfum

00:00
00:00

Hvala­vernd­un­ar­sam­tök­in Sea Shepherd segj­ast fylgj­ast með fimm japönsk­um hval­skip­um í Suður­höf­um og segja að alls hafi fjór­um hvöl­um verið slátrað. Segja sam­tök­in að skip­in hafi verið inn­an vernd­ar­svæðis í Suður­höf­um.

Sam­tök­in hafa birt mynd­skeið og ljós­mynd­ir sem sýna þrjár dauðar hrefn­ur á þilfari hval­veiðitog­ar­ans Nis­s­hin Maru og segja þau að fjórðu hrefn­unni hafi verið slátrað þegar þyrla Sea Shepherd flaug yfir tog­ar­ann.

Stjórn­ar­formaður Sea Shep­ard í Ástr­al­íu, Bob Brown, seg­ir að það hafi verið blóð út um allt og að inn­yfl­um hval­anna hafi verið hent í sjó­inn. 

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Jap­ans seg­ir að um veiðar í vís­inda­skyni sé að ræða en Brown seg­ir ekk­ert vís­inda­legt við veiðarn­ar, þær séu ekk­ert annað en slátrun.

mbl.is