Hundruð starfa verða til í landi

Verð sjófrystra afurða lækkar og þá þarf að hagræða. Aukin …
Verð sjófrystra afurða lækkar og þá þarf að hagræða. Aukin landvinnsla er mótleikurinn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Reikna má með að allt að 200 ný störf verði til í land­vinnslu á fiski á þessu ári, því sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in auka nú starf­semi í hús­um sín­um en draga úr vinnslu og fryst­ingu í skip­um á hafi úti. Verð á sjó­fryst­um afurðum hef­ur lækkað um 14% á tveim­ur árum, auk þess sem kostnaður hef­ur auk­ist.

Í frétta­skýr­ingu um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Arn­ar Sig­ur­munds­son, formaður Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva, að verði þorskkvóti auk­inn á næsta fisk­veiðiári, eins og margt bend­ir til, fjölgi störf­um í fisk­vinnslu enn meira.

Hjá HB-Granda hef­ur land­vinnslu­fólki fjölgað um 50 síðasta árið. Fyr­ir­tækið hef­ur selt einn frysti­tog­ara og er að breyta öðrum í ís­fisk­skip. Svipað er uppi á ten­ingn­um hjá Þor­birni í Grinda­vík. Á móti þessu kem­ur að sjó­mönn­um fækk­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: